Helgubraut 17 auka íbúð 200

Kópavogsbær

Lýsing

Miklaborg og Jórunn lgf kynnir: Helgubraut 17 Kópavogi, fallegt enda raðhús sem er 2. hæðir auk kjallara. Húsið er hannað af Jóhanni Einarssyni. Húsinu fylgir bílskúr sem er nýttur í dag sem skrifstofa með innangengt inn í húsið. Kjallarinn er með sérinngangi og nýttur sem auka íbúð.

Húsið skipar: Hæðin, forstofa, snyrting, eldhús, bílskúr (nýttur sem skrifstofa), alrými stofa, borðstofa og hol. Efri hæð: Þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol sem gæti nýst sem fjórða svefnherbergi með útgengi út á suður svalir. Einnig baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél. Kjallari: sérinngangur, forstof, eldhús, borðstofa, svefnherbergi, baðherbergi, stofa og glugga laust rými. ATH möguleiki á að taka 3ja herbergja íbúð uppí kaupverðið.

PANTIÐ EINKASKOÐUN

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgf í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Miklaborg og Jórunn lgfs kynnir: Helgubraut 17 Kópavogi, fallegt enda raðhús sem er 2. hæðir auk kjallara. Húsið er hannað af Jóhanni Einarssyni. Húsinu fylgir bílskúr sem er nýttur í dag sem skrifstofa með innangengt inn í húsið. Kjallarinn er með sérinngangi og nýttur sem auka íbúð.

ATH möguleiki á að taka 3ja herbergja íbúð uppí kaupverðið. Fasteignamat fyrir 2024 kr. 131.750.000-.

nari lýsinging á eigninni: Um að ræða endaraðhús á tveimur hæðum auk íbúðar með sérinngangi í kjallara. Aðkoma að hús er mjög snyrtileg, með hellulagt plan með snjóbræðslu. Húsið aðal hæð: Komið er inn í forstofu sem er opin inn í alrýmin. Snyrting á hægri hönd úr forstofu og þaðan er innangengt inn í bílskúrinn sem er innréttaður sem skrifstofa. Í bílskúr er einnig hurð út á stétt. Eldhúsið er innréttað með hvítri innréttingu U laga við gluggann sem snýr til suðurs. Eldhúsið er opið inn í stofur. Stofur eru mjög rúmgóðar og bjartar með gluggum í tvær áttir. Borðstofan er á palli við eldhúsið.

Efri hæð: Fallegur viðarstigi á milli hæða, bæði niður í kjallara en honum hefur verið lokað niður vegna útleigu á kjallara, auðvelt að breyta ef vill. Einnig er stiginn upp, þegar upp er komið tekur við mikil lofthæð og opið sjónvarpshol með útgengi út á suður svalir. Hjónaherbergið er rúmgott og þar eru skápar. Barnaherbergin eru tvö. Baðherbergið er mjög rúmgott og með glugga. Baðherbergið er með góðri snyrtiaðstöðu bæði sturtu og baðkari, þar er einnig aðstaða fyrir þvottavél. Kjallari: Sérinngangur, opið inn í íbúðina úr forstofu. Eldhúsið opið með borðstofu. Í eldhúsi er gluggi og góð innrétting með borðstofu. Svefnherbergið er rúmgott og bjart. Stofa er einnig rúmgóð með gluggalausu rými innaf sem nýtt hefur verið sem sjónvarpshol. Baðherbergið er flísalagt og þar er sturta. Lóðin: er gróin og afgirtur pallur sunnanmegin við húsið. Þar er einnig geymslur fyrir verkfæri og áhöld.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgfs, sími 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Fasteignin Helgubraut 17 auka íbúð

248.3 8 Herbergi 4 Stofur 4 Svefnherbergi 3 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1984
Fermetraverð : 538,306 Kr/m²
Byggingargerð : Raðhús
Fasteignamat : 131.750.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi
133.500.000 Kr.
Hafðu samband