Starhólmi
16
200  Kópavogur
Iceland
89.900.000,00
Einbýlishús
7.00 herb.
196.20 m2

Stærð: 
196 m2
Herbergi: 
7 herb.
Stofur: 
1
Svefnherbergi: 
4
Baðherbergi: 
2
Byggingarár: 
1972
Verð: 
89.900.000
Fasteignamat: 
72.200.000
Áhvílandi lán: 
0 %
Byggingargerð: 
Einbýlishús
Þvottahús: 
Sér innan íbúðar
Nánari lýsing: 

Miklaborg og Ásgrímur Ásmundsson hdl. og löggiltur fasteignasali kynna:
Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr á frábærum stað í Starhólma í Kópavogi. Eignin er 196,2 fm, þar af er bílskúr 38,5 fm. Húsið stendur innst í botnlanga á 660 fm lóð með fallegum garði í suður og rúmgóðri verönd. Upphitað sérbílastæði er fyrir framan hús. Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu.

Nánari lýsing: 

Aðalinngangur er á efri hæð sem skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Komið er inn í anddyri með fatahengi. Eldhús og borðstofa eru í sama opna rýminu sem tengist eldhúsi. Útgengt er frá borðstofu um stóra hurð í bakgarðinn sem snýr í suður. Frábært útsýni er til norðurs frá stofu og holi. Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu, steini á borðum og tengi fyrir uppþvottavél. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, vaskinnréttingu með góðu skápaplássi, salerni og baðkari með sturtu. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæð, stórt hjónaherbergi og tvö rúmgóð barnaherbergi. Herbergi á efri hæð voru fjögur samkvæmt teikningu en gert var eitt herbergi úr tveimur. Fataskápar eru í öllum herbergjum á efri hæð. 

Neðri hæð skiptist í gang, þvottaherbergi, baðherbergi og svefnherbergi. Aðgengi er að bílskúr frá neðri hæð. Baðherbergi á neðri hæð var nýlega endurnýjað með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu salerni, vaski og sturtu.

Parket er á gólfum í öllu húsinu nema á baðherbergjum, þvottaherbergi og bílskúr sem eru með flisum.

Húsið stendur á lóð með glæsilegum og grónum garði. Bakgarður er skjólgóður og snýr í suður með rúmgóðri viðarverönd. Gróðurhús er á lóðinni. Upphituð bílastæði fyrir framan hús. Húsið var nýlega málað að utan. Mikil nálægð við útivistarparadís í Fossvogs- og Elliðaárdal. Stutt í alla helstu þjónust, Snælandsskóli er stutt frá.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Ásgrímur Ásmundsson hdl. og löggiltur fasteignasali í s. 865-4120 eða asi@miklaborg.is

Opið hús: 
Tuesday, Nóvember 12, 2019 - 17:30 to 18:00
Ásgrímur Ásmundsson
gsm: 
865 4120

Nýbyggingar

Finndu draumaíbúðina þína… Stakkholt – Mánatún – Þorrasalir

Smelltu hér

Eignaleit

Dýnamísk leit skýrt, fljótlegt og auðfundið. Er draumaeignin þín hér?

Smelltu hér