Lágmúla 4 – 108 Reykjavíkkiktu við í heimsókn
569 7000hafðu samband
Miklaborg kynnir: Um er að ræða glæsilega, vandaða og vel skipulagða 3-4ra herbergja lúxusíbúð á 2. hæð auk bílastæðis í bílageymslu.
Íbúðin getur verið til afhendingar við kaupsamning. Gluggar á 3 vegu í íbúð.
Nánari upplýsingar veitir: Þröstur Þórhallsson lögg.fasteignasali gsm: 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Eign skiptist í:
Forstofu, tvær stofur, eldhús, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, sérgeymslu í kjallara og sérstæði í lokaðri bílgeymslu.
Íbúð er skráð 127,8 fm auk stæðis í lokaðri bílgeymslu.
Nánari lýsing á eign:
Forstofa með góðum fataskápum.
Baðherbergi er innaf forstofu með vönduðum innréttingum, ljósar flísar á gólfi og veggjum, sturta með vönduðum blöndunartækjum, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Stofur eru tvær og auðveldlega má breyta annarri í svefnherbergi.
Eldhús er bjart og rúmgott með snyrtilegri viðar-eldhúsinnréttingu, flísar á vegg á milli efri og neðri skápa, , innbyggð Miele uppþvottavél í innréttingu, AEG-ísskápur í innréttingu, vönduð Miele-tæki í eldhúsi, granít-steinn í borðplötum, gott skápapláss í eldhúsi.
Tvö svefnherbergi eru í íbúð og er hjónaherbergið með stórum fataskápum.
Aðalbaðherbergi er rúmgott og bjart, ljósar flísar á gólfi og veggjum, baðkar með vönduðum blöndunartækjum, vegghent salerni, handklæðaofn, vönduð innrétting í kringum vask með skápum.
Þvottaherbergi með góðu plássi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérmerkt bílstæði með rafmagnstengi í lokaðri bílgeymslu
Sérgeymsla í kjallara með góðri lofthæð, sameiginleg hjóla/vagnageymsla á jarðhæð.
Gólfefni o.fl: Vandað gegnheilt parket á stórum hluta íbúðar, ljósar flísar á baðherbergjum og þvottaherbergi. Vönduð lýsing er í íbúð.
Almennt um heildareignina:
-Húsið er klætt að utan með flísakerfi og er því nánast viðhaldsfrítt
Aðeins eru 2 íbúðir á hverri hæð sem deila forstofurými - 15 íbúðir eru í húsinu
-Mjög öflugt húsfélag er rekið um húseignina