Opið hús: 21.05.2024, 17:00 - 21.05.2024, 18:00

Skipholt 1 (307) 105

Reykjavíkurborg

Lýsing

Miklaborg kynnir í einkasölu Skipholt 1 ný endurbygg hús, aðalinngangur við Stórholt. Íbúð 307, rúmgóða 3ja herbergja íbúð í fallegu enduruppgerðu lyftuhúsi í útjaðri miðborgarinnar. Eignin er mjög heillandi staðsett í boganum sem setur mikinn svip á bygginguna. Inngangur frá sameign.. Forstofa með góðum skápum, Tvö góð svefnherbergi 12,2 fm og 12,7 fm. Stórt bjart alrými með útgengi á 4,5 fm bogadregnar suðursvalir. Baðherbergi með sturtu og þvottaaðstöðu. Harðparket á gólfum, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Sjálf íbúðin er 86,4 fm og geymsla í kjallara 9,6 fm. Einstakar sameiginlegar þaksvalir á 5. hæð. Örstutt göngufæri í matvöruverlslun og niður á Hlemm sem er að umbreytast í grænt og vænt almenningsrými.

Allar frekari upplýsingar gefur Jórunn lgf s:845-8958 og jorunn@miklaborg.is

Skipholt 1 er glæsileg endurbygging á frábærum stað í hjarta Reykjavíkur á horni Stórholts og Skipholts mót hásuðri. Í reisulegu húsi þar sem Listaháskóli Íslands var starfræktur í áratugi hafa nú verið innréttaðar 34 heillandi íbúðir og tvö atvinnurými. Einstakar sameiginlegar þaksvalir á 5.hæð hússins auka lífsgæði allra íbúa, en þar er sólríkt og magnað útsýni til sjávar og fjalla.

HAF studio kom að hönnun og efnisvali í íbúðirnar. Allar íbúðir afhendast fullbúnar með 8mm harðparketi frá Agli Árnasyni , og innbyggðum ísskáp og uppþvottavél frá AEG.

Innréttingar koma frá GKS, flísar frá Harðviðarvali, hurðar frá Agli Árnasyni, blöndunartæki í eldhúsi og baðherbergi eru frá Grohe, sturtutæki eru einnig frá Grohe, salerni eru með hæglokandi setum, heimilistæki eru frá AEG (ofn, helluborð, innbyggður ísskápur, vifta með kolafilter og uppþvottavél) Hefðbundið ofnakerfi er á íbúðum með hitastýribúnaði frá Danfoss.

Á bak við húsið er heillandi og skjólgóður inngarður hannaður af Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt.

Þar kallast fjölbreyttur gróður á við hellur og útskorið malbik sem myndar göngustíg sem liðast eins og lækur eftir garðinum. Pollaljós og garðljós gefa fallega birtu. Innst til hægri er upplyft hellulagt dvalarsvæði.

Hér er allt sem þarf fyrir nútímalegan miðborgarlífsstíl. Fjöldi veitingastaða og fjölbreytt þjónusta í stuttu göngufæri að ógleymdri útivistarperlunni Klambratúni.

Sjá upplýsingar á heimasíðu verkefnisins https://skipholt1.is/ . Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Athugið að innimyndir eru ekki af viðkomandi íbúð og eru hugsaðar til að sýna efnisval

Íbúar í Skipholti eiga rétt á íbúakorti og mega þá leggja í gjaldskyldum stæðum á svæði H á myndinni (sjá mynd í myndasafni) auk þess sem fullt er af ógjaldskyldum stæðum td í Skipholtinu. Íbúakortið kostar kr. 1.400- á mánuði fyrir rafmagns og vetnis bifreiðar, en kr. 2.800 fyrir aðrar tegundir bifreiða.

 

Allar frekari upplýsingar gefur Jórunn lgf s:845-8958 og jorunn@miklaborg.is , Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is, Kjartan Ísak Guðmundsson lgf s:663-4392 og kjartan@miklaborg.is og Katla Hanna Steed lgf. s:822-1661 og katla@miklaborg.is.

Fasteignin Skipholt 1 (307)

96.0 3 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1960
Fermetraverð : 997,917 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 27.650.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

jorunn
Jórunn Skúladóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Jórunn hefur mikla reynslu af stjórnun og verslunarrekstri, enda alin upp við það frá blautu barnsbeini. Jórunn er löggildur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, ásamt því að hafa lokið tveggja ára nám í rekstrarstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Jórunn hefur starfað sem fasteignasali frá byrjun árs 2011, en þar áður var hún í eigin rekstri. Að starfinu hennar undanskildu, eru helstu áhugamál Jórunnar útivist, hreyfing og góðar samverustundir með sínum nánustu, en Jórunn er gift og á fjóra uppkomna syni.“

95.800.000 Kr.
Hafðu samband