Skorradalur Vatnsendahlíð 43 311

Skorradalshreppur

Lýsing

Miklaborg og Jórunn lgfs kynna: Frístundahús Í Skorradal norðan megin við Skorradalsvatn, Vatnsendahlíð 43 fallegur bústaður umkringdur af fallegum gróðri. Húsið er 71 fm að stærð og staðsett á svæði 2. Um klukkustunda akstur úr Reykjavík upp í Skorradal á malbikuðum vegi alla leið að bústað.

Húsið stendur á leigulóð 2254 fm að stærð, leigan á ári er kr 196 þúsund og húsið kynnt með rafmagni (varmadæla). Húsið hefur verið mikið endurnýjað og er mjög fallegt. Glæsilegt opið rými eldhús og stofa. Eldhús með fallegri grárri innréttingu og nýjum tækjum. Útgengi út á verönd úr borðstofu. Baðherbergið allt endurnýjað. Svefnherbergin eru nú 2 voru áður 3. Stór pallur við húsið með heitum potti, útisturtu og miklum gróðri. Stutt í alla þjónustu um 15 mín akstur í Borgarnes. Einnig er Hreppslaugin í nokkra metra fjarlægð og góðir veitingastaðir í næsta nágrenni. Aksturvegur frá Reykjavík allur malbikaður.

Pantið skoðun. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgfs í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Nánari lýsing á eigninni. Aðkoman að hús góð stæði fyrir 2-3 bíla. Gengið er upp pallinn og inngangur í húsið er á vesturhlið hússins. Mikið útsýni af pallinum út á Skorradalsvatn. Pallurinn mjög stór sem rammar húsið vel inn. Á pallinum er aðstaða fyrir borð og stóla. Heitur pottur tengdur pallinum ásamt útisturta. Falleg tré og runnar umleggja húsið.

Þegar komið er inn í húsið blasir vil fallegt og bjart alrými með góðri lofthæð og gluggum í þrjár áttir. Eldhúsið er innréttað með fallegri grárri innréttingu með glerskápum fallegum efri glerskápu. Eldhústæki eru öll ný. Nýtt parket á gólfum. Svefnherbergin eru 2 annað mjög rúmgott með kojum og hitt meðalstórt. Baðherbergið sem er með glugga, er allt endurnýjað, klósett, sturta, skápur með handlaug og spegli fyrir ofan. Einnig fylgir eigninni geymsla sem er einnig upphituð.

Sameiginleg leiksvæði sem eru í uppbyggingu og fótboltavöllur til staðar í nokkra metra fjarlægð.

Um er að ræða einstaka eign og því gott tækifæri að eignast bústað á eftirsóttum stað við Skorradalsvatn.

Sumarhúsafélag er mjög virkt árgjaldið er kr 10 þúsund, einnig er 10 þúsund kr árgjaldið fyrir vatnsveituna. Mikil uppbygging á svæðinu, samriginleg leiksvæði, framundan er að setja flottbryggju. Gaman að fylgjast með þróuninni á svæðinu.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgfs í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Pantið einkaskoðun

Fasteignin Skorradalur Vatnsendahlíð 43

71.0 4 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1993
Fermetraverð : 561,972 Kr/m²
Byggingargerð : Sumarbústaður
Fasteignamat : 28.950.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

jorunn
Jórunn Skúladóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Jórunn hefur mikla reynslu af stjórnun og verslunarrekstri, enda alin upp við það frá blautu barnsbeini. Jórunn er löggildur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, ásamt því að hafa lokið tveggja ára nám í rekstrarstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Jórunn hefur starfað sem fasteignasali frá byrjun árs 2011, en þar áður var hún í eigin rekstri. Að starfinu hennar undanskildu, eru helstu áhugamál Jórunnar útivist, hreyfing og góðar samverustundir með sínum nánustu, en Jórunn er gift og á fjóra uppkomna syni.“

39.900.000 Kr.
Hafðu samband