Opið hús: 20.05.2024, 16:00 - 20.05.2024, 17:00

Sunnusmári 12 (702) 201

Kópavogur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Glæsileg, vönduð og vel skipulögð 100,7 fm 3ja herbergja íbúð í nýjasta hluta Smárans í Kópavogi sem er nútímalegt borgarhverfi þaðan sem stutt er í þjónustu verslana og þjónustu s.s. Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttaaðstöðu ásamt því sem aðgengi að stofnbrautum og þjónustu almennisvagna er afar auðveld. Íbúðir eru afhentar fullbúnar án megin gólfefna en hægt að kaupa parket aukalega á sérstökum kjörum. Til afhendingar í ágúst 2024.

Sýnum samdægurs - bókið einkaskoðun hjá Kötlu Hönnu Steed í síma 822-1661 eða katla@miklaborg.is

Íbúð 702 er 3ja herbergja íbúð á 7. og efstu hæð í Sunnusmára 10-14 ásamt stæði í bílakjallara nr A38. Íbúðin skilast með penthouse frágangi samkvæmt skilalýsingu með spónlögðum brúnleitum innréttingum og stein á borðum og fl. Aukin lofthæð. Íbúðin skilast fullbúin án megin gólfefna en eldhústæki m.a. innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja. Stofa og eldhús í opnu svæði með frábæru útsýni í norðvestur. Innréttingar í eldhúsi baðherbergjum og skápar í svefnherbergjum eru frá GKS. Votrými eru flísalögð. Eignin skiptist í anddyri með fataskápum.. Eldhús er í opnu rými við stofu og borðstofu þaðan sem útgengt er á 9 fmsvalir sem vísa í suðvestur. Tvö svefnherbergi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, gólfhita, upphengdri salernisskál og vönduðum hreinlætistækjum. Sér þvottahús með einfaldri innréttingu. Sér geymsla í kjallara er 10,8 fm að stærð.

Spónlagða týpan – Glæsileg íbúð með viðartónum

Innrétting - Brúnleitt viðarútlit frá Nobilia, ásamt svörtum Easytouch efri skápum. Áferð forstykkja innréttinga er hnotulit Riva með kantlímingum í sama lit. Sökkull og áfellur eru svartar samlitar efri skápum.

Höldur – Svartar stálhöldur í mismunandi stærð.

Borðplötur - Ljós steinn á eldhúsi og baðherbergi, Silestone Calacatta gold eða sambærilegt. Niðurfellt helluborð með viftu og undirlímdur stálvaskur í eldhúsi. Undirlímd handlaug á baðherbergi.

Innihurðir - Hvítar yfirfeldar hurðir, svartir hurðarhúnar.

Íbúðum er skilað án parkets. Söluaðili er með verktaka á vinnusvæðinu sem getur séð um að leggja parketi fyrir kaupanda óski hann þess. Niðurlögn getur þá verið í beinu framhaldi af forskoðun og fyrir afhendingu. Reikna má með að parketlögn taki 7-8 daga en skoða þarf það í hverju tilviki fyrir sig. Verktaki vinnur beint fyrir kaupanda og greiðir honum umsamið verð beint fyrir verkið. Upplýsingar um kostnað liggja fyrir hjá fasteignasölu.

Kaupendur greiða skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati þegar það verður sett á. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni: www.201.is , Vísað er til frekari upplýsinga í skilalýsingu sem sjá má á síðunni.

Allar nánari upplýsingar veita:

Katla Hanna Steed löggiltur fastiegasali í síma 822 1661 eða katla@miklaborg.is

Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Þórhallur Biering löggiltur fasteignasali í síma 896 8232 eða thorhallur@miklaborg.is

Jón Rafn Valdimarsson löggiltur fasteignasali í síma 695 5520 eða jon@miklaborg.is

Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691 2312 eða osa@miklaborg.is

Ingimundur Ingimundarson aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is

Fasteignin Sunnusmári 12 (702)

100.7 3 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2023
Fermetraverð : 1,049,000 Kr/m²
Byggingargerð : Fjölbýlishús
Fasteignamat :
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

Katla
Katla Hanna Steed
Löggiltur fasteignasali

Katla hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði framleiðslu mannvirkja og nýbygginga þar sem hún hefur starfað við það frá árinu 2006. Reynslan nýtist henni vel í starfi fasteignasala.

Katla er uppalin í Breiðholtinu en býr í Úlfarsárdal  ásamt eiginmanni sínum og þremur drengjum.

104.900.000 Kr.
Hafðu samband