Brókarvatn 4 311

Borgarbyggð

Lýsing

Miklaborg kynnir: Einstakar sumarhúsalóðir við Brókarvatn sem er í landi Arnarstapa í Borgarbyggð. Í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi og því stutt í alla helstu þjónustu. Sumarhúsasvæðið er einstaklega vel staðsett í kyrrsælu og ægifögru fjölbreyttu landslagi. Í boði eru vatnsbakkalóðir, einnig lóðir meðfram klöppum með víðsýnu útsýni.
Lóðir eru alls 37 og lóðarstærðir frá 0,57 - 2.30 hektarar að stærð. Grunnflötur húsa má vera 100-400 fm að stærð og skulu vera á einni hæð. Kalt vatn og rafmagn í götu meðfram lóðum en inntaksgjöld ógreidd.

Aðkoma er að sumarhúsasvæðinu frá þjóðvegi 52 (Snæfellsvegur) sjá hér á Google Maps.  Alls er gert ráð fyrir 37 lóðum innan svæðisins og skulu hús vera frá 100-400 fm að stæðr skv. byggingarskilmálum er fram koma í deiliskipulagi sem sjá má hér.  Einnig eru upplýsingar á vefsíðu sumarhúsasvæðisins hér.

Brókarvatn 4 er 9946 fm sléttlend lóð með klettum innan lóðar sem gefa mikinn svip. Lóðin er austan megin í hverfinu skammt frá Brókarvatni.  Sjá nánar skipulag svæðisins.

Lóðin verður stofnuð fyrir kaupsamning og ber seljandi þann kostnað. Uppgefið verð miðast við stofngjald leigulóðar en Í boði er einnig að kaupa lóðina sem eignarland á 6.000.000.-.  Ársleiga fyrir leigulóð er 200.000 á ári og í boði er samningur til 50 ára eða lengur ef óskað er.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Brókarvatn 4

9946.0 0 Herbergi - Stofur - Svefnherbergi - Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2000
Fermetraverð : 201 Kr/m²
Byggingargerð : Lóð / Jarðir
Fasteignamat : 0

Nánari upplýsingar veitir:

jónrafn
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur starfað við fasteignasölu í tvo áratugi. Hann hefur víðtæka reynslu í sölu sumarhúsa jafnt sem sölu annara fasteigna. Jón Rafn er uppalinn í Fossvoginum, en bjó lengi vel í vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ en í dag er hann ásamt eiginkonu sinni búsettur í Mosfellsbæ. Jón á tvo syni með eiginkonu sinni sem fært hafa þeim alls fimm barnabörn.

695-5520
2.000.000 Kr.
Hafðu samband