Fellaslóð 3 356

Snæfellsbær

Lýsing

Miklaborg kynnir : Einstakt og fágætt tækifæri fyrir þá sem leita að viðskipta- og þjónustulóð. Frábærlega staðsett fyrir hvers kyns þjónustu en húsið er skráð á viðskipta- og þjónustulóð sem opnar tækifærið fyrir t.d. gistirekstur og annað því tengt gegn samþykki yfirvalda. Mikil tækifæri til staðar á einum vinsælasta ferðamannastað Íslands þar sem fjöldi ferðamanna hefur stóraukist ár eftir ár.

Ef áhugi er fyrir því, þá er einnig til sölu fyrirtækið Go West ásamt fylgifé en það fyrirtæki hefur nýtt sér húsið undanfarin ár. Vaxtatækifæri eru fjölmörg m.a. ef horft er til fleiri staða á Snæfellsnesi sem og á Vestfjörðum. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að vistvænni ferðaþjónustu (eco-tourism) og uppskorið lof ferðamanna. og ef áhugi er fyrir því geta öll tæki og tól til útivistar fylgt með ásamt Go West fyrirtækinu. Mikil eftirspurn er eftir gönguferðum á Snæfellsjökul sem og öðrum útivistar- og menningaferðum á Vesturlandi. Góðir tekjumöguleikar allt árið um kring.

Húsið samanstendur af móttöku þar sem sem hægt er að selja ferðir og ýmsan varning en þar er einnig baðherbergi með sturtu og þvottavél fyrir starfsmenn t.d.. Búningsaðstaða fyrir gesti er í sér rými en þar er einnig gestasalerni og pláss fyrir ýmsan búnað s.s. hjól, hjálma, jöklabúnað og annað því tengt. Hluti húsins er ca 18 fm einnig þar sem er svefnherbergi og lítil eldhúsaðstaða. Hentugt fyrir starfsmenn.

Húsið hefur verið notað af fyrirtækinu Go West sem hefur sérhæft sig í ferðum á jökulinn og hefur fengið framúrskarandi umsagnir þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. Eftirspurn eftir sérsniðnum ferðum er mikill vaxtarbroddur og þegar leitað er eftir þjónustu sem Go West býður er gott orðspor afgerandi. Gistiþjónusta á Snæfellsnesi hefur vaxið mjög á síðustu árum og fer enn vaxandi. T.d. verður helmings stækkun á næsta ári á Hótel Búðum en þaðan hafa fjölmargir gestir nýtt sér þjónustu Go West. Aukin fjöldi skemmtiferðaskipa sem heimsækja Grundarfjörð er t.d. eitt tækifæri og sala á ferðum og varningi til þeirra fjölmörgu sem koma á einkabílum á Arnarstapa. - Umferðartalning Vegagerðarinnar á Arnarstapa í júní - sept. sýna u.þ.b. 1500 manns koma að jafnaði á dag. (Óstaðfest).

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Fellaslóð 3

68.3 1 Herbergi - Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2022
Fermetraverð : 0 Kr/m²
Byggingargerð : Skrifstofa
Fasteignamat : 8.820.000

Nánari upplýsingar veitir:

jónrafn
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur starfað við fasteignasölu í tvo áratugi. Hann hefur víðtæka reynslu í sölu sumarhúsa jafnt sem sölu annara fasteigna. Jón Rafn er uppalinn í Fossvoginum, en bjó lengi vel í vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ en í dag er hann ásamt eiginkonu sinni búsettur í Mosfellsbæ. Jón á tvo syni með eiginkonu sinni sem fært hafa þeim alls fimm barnabörn.

695-5520
0 Kr.
Hafðu samband