Dugguvogur
15 (209)
104  Reykjavík
Iceland
92.900.000,00
Fjölbýlishús
4.00 herb.
120.80 m2

Stærð: 
121 m2
Herbergi: 
4 herb.
Stofur: 
1
Svefnherbergi: 
3
Baðherbergi: 
1
Byggingarár: 
2022
Verð: 
92.900.000
Fasteignamat: 
66.350.000
Áhvílandi lán: 
0 %
Byggingargerð: 
Fjölbýlishús
Þvottahús: 
Sér innan íbúðar
Nánari lýsing: 

GENGIÐ INN VIÐ DUGGUVOG 15!
Miklaborg kynnir: glæsilega 4ra herbergja lúxusíbúð á 2. hæð í nýju og sérlega vönduðu húsi í Vogabyggð Reykjavíkur. Íbúðin er 120.8 fm og er öll hin vandaðasta með sérsmíðuðum ítölskum innréttingum og kvartsstein á borðum, gólfsíðum gluggum og gólfhita, vönduðu vínilparketi á gólfum og ítölskum flísum á votrýmum. Öll tæki fylgja með í kaupum (ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari).

Allar nánari upplýsingar gefa:

Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is

Árni Davíð Bergs í síma: 625-2500 eða arni@miklaborg.is

Íbúðin er í sérflokki og var hvergi til sparað við hönnun og smíði hennar.

Íbúð 209 er skráð 120.8 fm og skiptist í anddyri með fataskápum, rúmgott alrými með opnu eldhúsi, sjónvarpsrými, baðherbergi, þvottahús og þrjú góð svefnherbergi.

Eldhúsið er opið við stofu. Sérsmíðuð innrétting og eldhúseyja úr reyktri eik frá Gili Creation og á borðplötum og á veggnum bak við vaskinn er fallegur kvartssteinn. Innfelld lýsing í innréttingu, undirlímdur vaskur, blöndunartæki frá Grohe og vönduð tæki frá Ormsson, þ.e. span helluborð, blástursofn, innbyggð uppþvottvél, innbyggður ísskápur og gufugleypir.

Stofa/borðstofa er í stóru opnu rými og er með gólfsíðum gluggum og útgengi á sólríkar 7.3 fm svalir sem snúa til suðvesturs. Íbúðin horfir yfir fallegan inngarð hússins.

Baðherbergið er glæsilegt, flísalagt í hólf og gólf með stórum, ítölskum terrazzo flísum. Innréttingin er sérsmíðuð úr reyktri eik með kvartsstein á borðplötu og undirlímdum vaski. Sturtan er rúmgóð (walk-in) með blöndunartækjum frá Gröhe og reyklituðu sturtugleri sem nær alla leið upp í loft.

Þvottahús er með ítölskum flísum á gólfi og sérsmíðaðri innréttingu úr reyktri eik. Ný og ónotuð þvottavél og þurrkari af vandaðri gerð frá Ormsson fylgir með í kaupum.

Svefnherbergin þrjú eru öll rúmgóð, með vönduðu vínilparketi á gólfum, sérsmíðum fataskápum og gólfsíðum gluggum.

Bílastæði í bílakjallara merkt B41 og 5.7 fm geymsla.

Hér er frábært tækifæri til að eignast glæsilega, nýja lúxusíbúð í ört vaxandi hverfi, miðsvæðis í Reykjavík. Ítölsk hönnun og glæsilegt yfirbragð einkennir íbúðina en allar innréttingar voru sérsmíðaðar  af Gili Creation sem framleiddi m.a. innréttingar á 5 stjörnu hótelinu The Reykjavik EDITION. Þá var öll innanhússhönnun í höndum Ragnars Sigurðssonar, innanhússarkitekts.

Vogabyggðin er einn veðursælasti reitur borgarinnar, öll þjónusta er í göngufæri, stutt í stofnbrautir og svo er mikið af náttúruperlum í nágrenninu

Allar nánari upplýsingar veita:

Ólafur Finnbogason, löggiltur fasteignasali í olafur@miklaborg.is

Árni Davíð Bergs, í síma: 625-2500 eða arni@miklaborg.is

Opið hús: 
Sunday, September 25, 2022 - 12:00 to 13:00
Árni Davíð Bergs
gsm: 
625 2500

Nýbyggingar

Finndu draumaíbúðina þína… Stakkholt – Mánatún – Þorrasalir

Smelltu hér

Eignaleit

Dýnamísk leit skýrt, fljótlegt og auðfundið. Er draumaeignin þín hér?

Smelltu hér