Hlunnavogur
10
104  Reykjavík
Iceland
74.900.000,00
Tví/þrí/fjórbýli
5.00 herb.
105.40 m2

Stærð: 
105 m2
Herbergi: 
5 herb.
Stofur: 
2
Svefnherbergi: 
3
Baðherbergi: 
1
Byggingarár: 
1958
Verð: 
74.900.000
Fasteignamat: 
52.900.000
Áhvílandi lán: 
0 %
Byggingargerð: 
Tví/þrí/fjórbýli
Nánari lýsing: 

Miklaborg kynnir: fallega og mikið endurnýjaða 5 herbergja 105,4 fm sérhæð á eftirsóttum stað í 104 Reykjavík. Eignin er á 1. hæð í þríbýlishúsi og skiptist í rúmgóða forstofu, stórt hol, rúmgott eldhús, þrjú til fjögur svefnherbergi, nýlega endurnýjað baðherbergi, bjarta stofu og borðstofu og suður svalir. VINSAMLEGA BÓKIÐ SKOÐUN: Árni Davíð Bergs, í arni@miklaborg.is eða 625-2500.

Eignin skiptist í:

Forstofu: komið er inn í flísalagða forstofu með góðu plássi fyrir skó og útifatnað. Á milli forstofunnar og holsins er afar falleg hurð.

Hol: er stórt með góðu skápaplássi og myndar miðrými íbúðarinnar, þar sem gengið er í öll rými íbúðarinnar úr holinu, harðparket á gólfi. 

Eldhús: innréttingin er gömul en var nýlega máluð grá og sett innbyggð uppþvottavél í innréttinguna. Eldhúsið er rúmgott og bjart með tveimur gluggum og nægu plássi fyrir eldhúsborð, harðparket á gólfi. Úr eldhúsi er hægt að ganga niður í sameign þar sem er sameiginlegt þvottahús, hver íbúð með sína vél.

Baðherbergi: hefur verið mikið endurnýjað og er flísalagt í hólf og gólf. Nýlegt baðkar með sturtuaðstöðu, nýleg blöndunartæki, upphengt salerni og snyrtileg innrétting. Gluggi er á baðherbergi.

Stofu: búið er að opna á milli stofu og borðstofu. Úr stofu er útgengt á suður svalir, harðparket á gólfi.

Borðstofu: er í opnu rými með stofu, fallegur franskur gluggi er í borðstofu, harðparket á gólfi. Borðstofan var áður svefnherbergi, hægt væri að loka borðstofunni og bæta þannig við fjórða svefnherberginu.

Svefnherbergi I: er inn af stofu, rúmgott með nýlegum fataskápum og stórum og fallegum glugga, harðparket á gólfi.

Svefnherbergi II: er mjög rúmgott, með góðu skápaplássi, harðparket á gólfi.

Svefnherbergi III: er rúmgott, með góðum fataskáp og stórum frönskum glugga, harðparket á gólfi.

Sameign: í sameign er sameiginlegt þvottahús, þar sem hver íbúð er með sína vél. Í sameign er einnig sér geymsla fyrir íbúðina. Þessari íbúð fylgir kaupréttur (skv. matsverði) á bílskúr

Staðsetningin er mjög góð í rólegri íbúðagötu þar sem skólar, íþróttaaðstaða, sundlaug o.fl. eru í göngufæri. Einnig er stutt í ýmsa þjónustu og verslanir í Skeifunni, Glæsibæ og Holtagörðum. Þá er stutt í náttúruperlur á borð við Elliðaárdal og Laugardal.

Fasteignamat fyrir 2023 er 61.800.000 kr

Endurbætur:

Gólfefni - nýtt gólefni var sett á alla íbúðina 2017, vandað harðparket. Áður en gólfefnið var sett á, var gólfið flotað af fagaðila.
Þak - var ástandsskoðað og yfirfarið 2018.
Raflagnir/rafmagnstafla – ný rafmagnstafla fyrir íbúðina, nýjir tenglar í allri íbúðinni, dimmerar í stofu og einu herbergi. Í sameign er gömul rafmagnstafla.
Lagnir - Neysluvatnslagnir voru yfirfarnar 2020 og voru í lagi, ofnalagnir voru endurnýjaðar í allri íbúðinni árið 2017.
Gler og gluggar – allir gluggar voru málaðir 2019.

Allar nánari upplýsingar veitir: Árni Davíð Bergs, í síma: 625-2500 - arni@miklaborg.is eða Elín Alfreðsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 899-3090 eða elin@miklaborg.is

Árni Davíð Bergs
gsm: 
625 2500

Nýbyggingar

Finndu draumaíbúðina þína… Stakkholt – Mánatún – Þorrasalir

Smelltu hér

Eignaleit

Dýnamísk leit skýrt, fljótlegt og auðfundið. Er draumaeignin þín hér?

Smelltu hér