Lágmúla 4 – 108 Reykjavíkkiktu við í heimsókn
569 7000hafðu samband
Miklaborg kynnir: ÚTSÝNISÍBÚÐ! Glæsilega, vel skipulagða 102,9 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi, með sjávarútsýni og útsýni yfir smábátahöfnina úr stofu/borðstofu og af 6,7 fm. svölum í nýjasta hluta Vogabyggðar. Tenging við Elliðavoginn. Sérbílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni. Vandaðar innréttingar og vönduð uppfærð heimilistæki. Dýrahald er leyfilegt í húsinu. BÓKIÐ EINKASKOÐUN: Elín Alfreðsdóttir s:8993090 eða elin@miklaborg.is
Íbúð 213 er 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í Kuggavogi 7, 104 Reykjavík, með sérstæði í bílgeymslu. Íbúðin er með vönduðum gólfefnum, harðparket frá Parka. Eldhústæki frá Electrolux sem núverandi eigandi uppfærði í dýrasta og vandaðasta ofninn. innbyggður ísskápur, vandað span helluborð sem eigandi keypti hjá Ormsson og uppþvottavél af vandaðri gerð frá Ormsson. Innréttingar í eldhúsi og baðherbergjum eru frá Nobila í Þýskalandi og fataskápar frá GKS. Baðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalög og veggir inn í sturtu.
Eignin skiptist í forstofu með fataskápum.
Stofa og eldhús í opnu rými þaðan sem útgengt er út á svalir með einstöku sjávarútsýni.
2 svefnherbergi bæði með fataskápum.
Baðherbergi Upphengd salernisskál og vönduð hreinlætistæki, "walk in" sturtuaðstaða.
Þvottahús sér innan íbúðar, með tengingum fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla í kjallara er 8,0 fm að stærð. Bílastæði í sameiginlegum bílakjallara fylgir íbúðinni.
Húsið er byggt af ÞG Verk sem er traust fyrirtæki með áratuga reynslu af fjölbreyttum byggingaframkvæmdum bæði á Íslandi og erlendis. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins og það kappkostar að eiga gott samstarf við viðskiptavini sína.