Sóltún
5 (304)
105  Reykjavík
Iceland
69.900.000,00
Fjölbýlishús
4.00 herb.
130.30 m2

Stærð: 
130 m2
Herbergi: 
4 herb.
Stofur: 
1
Svefnherbergi: 
3
Baðherbergi: 
1
Byggingarár: 
2000
Verð: 
69.900.000
Fasteignamat: 
57.950.000
Áhvílandi lán: 
0 %
Byggingargerð: 
Fjölbýlishús
Nánari lýsing: 

Miklaborg og Jórunn lögg. fasteignasali kynnar: Sóltún 5 í Reykjavík, sérlega falleg íbúð á þriðju hæð með yfirbyggðum suð-vestur svölum og stæði í bílakjallara. Lyftuhús þar sem allt aðgengi eins og best verður á kosið. Íbúðin skipar: hol, hjónaherbergi með fataherbergi, tvö barnaherbergi, hálf opið eldhús inn í stofu, rúmgott baðherbergi með þvottahúsi inn af, rúmgóðar og bjartar stofur sem ná í gegnum húsið. Vönduð gólfefni. Frábær staðsetning, nálægt miðbænum en samt á rólegum stað við Sóltúnið. Þjónusta, afþreying, verslun og íþróttamannvirki í göngufæri.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Húsið: Sóltúni 5 er 25 íbúða hús og samtengt við Sóltún 7 og 9, þar sem sameiginlegur eignaskiptasamningur er um eignirnar. Samtals eru 75 íbúðir í húsunum. Húsið er byggð árið 2000 af Íslenskir Aðalverktökum, er staðsteypt og klætt að undan. Eignin er skráð 122,7 fm auk geymslu 7,6 fm samtals 130,3 fm. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu merkt nr.41

Íbúðin: Sérlega falleg íbúð sem er hönnuð á hlýjan og með heildrænt yfirbragð í huga. Íbúin er 4ra herb., á 3. hæð við Sóltún í Reykjavík. Íbúðin skiptist í forstofuskála sem er opin þar stofur taka vel á móti þér, baðherbergið er rúmgott með góðri snyrtiaðstöðu. Á baði sem er flísalagt er baðkar með upp hengd  sturtuslá. Á baði er einnig góð innrétting undir handlaug og spegill fyrir ofan. Baðherbergið hefur verið stækkað og sameinað þvottahúsinu sem kemur mjög vel út og skapar góða vinnuaðstöðu. Eldhúsið er með fallegri L laga innréttingu og með opið inn í stofu að hluta. Stofan er mjög rúmgóð og með út gengt út á svalir sem eru yfirbyggðar. Barnaherbergin 2 eru með skápum.   

Sameign er öll hið snyrtilegasta. Allt aðgengi til fyrirmyndar. Í sameign er góð sérgeymsla og merkt stæði í bílageymslu nr.41. Í húsinu er rekið gott húsfélag.

Gólfefni: Flísar á forstofu, eldhúsi, gangi og baði. Annars er vandað "fine line rauðeik" á íbúðinni.

Um er að ræða sérlega fallega eign á stað sem er mjög vinsæll og þykir eftirsóknaverð staðsetning  

Allar nánari upplýsingar veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir     lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund.  4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

 

 

Opið hús: 
Saturday, Maí 23, 2020 - 15:00 to 15:30
Jórunn Skúladóttir
gsm: 
845 8958

Nýbyggingar

Finndu draumaíbúðina þína… Stakkholt – Mánatún – Þorrasalir

Smelltu hér

Eignaleit

Dýnamísk leit skýrt, fljótlegt og auðfundið. Er draumaeignin þín hér?

Smelltu hér