Starfsmenn

Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, lögg. leigumiðlari og framkvæmdastjóri
Óskar R. Harðarson er framkvæmdastjóri Mikluborgar. Óskar hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1998 og er útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Óskar öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi á árinu 2004. Óskar er uppalinn í Reykjavík en býr í Garðabæ í dag ásamt konu sinni og fimm börnum.

Jason Guðmundsson
hdl. og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, lögg. leigumiðlari
Jason útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2008. Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu vorið 2000. Jason hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009. Jason hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996. Hann sér um samningagerð og sölu fasteigna. Jason býr á svæði 104, er giftur og á þrjú börn, einn strák og tvær stúlkur.

Þröstur Þórhallsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Þröstur hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996.Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali vorið 2000. Þröstur býr í Fossvoginum og er Víkingur en hann spilaði bæði fótbolta og handbolta með Víking á yngri árum, er giftur og á þrjú börn. Áhugamál eru íþróttir og útivera. Golf og skák eru í miklu uppáhaldi og þess má geta að Þröstur er stórmeistari í skák, fyrrverandi Íslandsmeistari og þrautreyndur landsliðsmaður.

Anton Karlsson
Löggiltur fasteignasali
Anton Karlsson er löggiltur fasteignasali, hann hefur starfað við fasteignasölu síðan árið 2004. Hann hefur víðtæka reynslu af sölu og umsýslu fasteigna. Anton er einnig menntaður af upplýsinga- og fjölmiðlasviði. Anton er giftur þriggja barna faðir með búsetu í Kópavogi. Áhugamál hans eru golf og stangveiði. Anton leggur mikinn metnað í að veita faglega, persónulega og ábyrga þjónustu.

Ásgrímur Ásmundsson
hdl. og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Ásgrímur útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2014 og öðlaðist löggildingu til sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa árið 2015. Hann sér um sölu fasteigna og samningagerð.

Áslaug Hallvarðsdóttir
Viðurkenndur bókari

Atli S. Sigvarðsson
Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari
Atli hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2005.

Axel Axelsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Axel Axelsson útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands með B.ed gráðu árið 1999. Hann er uppalinn í Árbænum og er Fylkismaður í húð og hár. Axel er í sambúð og á fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu, og býr í Hafnarfirði.

Elín Alfreðsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Elín hefur mikla reynslu af endurbótum á húsnæði og er oft útsjónarsöm að finna lausnir varðandi breytingar. Áhugamálin eru hönnun, hugleiðsla og andleg þekking. Hún er nemandi og leiðbeinandi í Lótushúsi á Garðatorgi og býr í Garðabæ.

Friðjón Örn Magnússon
Löggiltur fasteignasali, B.A í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Friðjón útskrifaðist 2014 með B.A gráðu í stjórnmálafræði. Hann er í námi til löggildingar sem fasteigna- og skipasali. Friðjón rak áður tvö íbúðahótel ásamt eiginkonu sinni og býr nú með henni og börnum sínum tveimur í Mosfellsbæ.

Friðrik Þ. Stefánsson
hdl. og aðstoðarmaður fasteignasala
Friðrik hefur víðtæka reynslu af rekstri, stjórnun og fjármálum, bæði í einkageiranum i og úr dómskerfinu og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1988. Friðrik er uppalinn vesturbæingur. Hann er giftur og á einn uppkominn son. Áhugamál eru fjallaferðir, skot- og stangveiði og flest annað það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.

Gunnar Helgi Einarsson
Löggiltur fasteignasali
Gunnar Helgi er löggiltur fasteignasali

Gunnar S. Jónsson
Löggiltur fasteignasali

Halldóra Ólafsdóttir
Skjaladeild
5697000
Halldóra hefur unnið með hléum á fasteignasölu frá árinu 2000. Halldóra býr í hlíðunum, er gift og eiga þau hjón 3 börn. Hún hefur farið á námskeið fyrir starfsfólk fasteignasala og ýmis önnur námskeið. Halldóra hóf störf í skjaladeild Mikluborgar árið 2014.

Jason Kristinn Ólafsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík
gsm 775-1515
Jason Kristinn Ólafsson er kallaður Jassi hjá Mikluborg. Hann útskrifaðist með tölvunarfræðigráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Jason hefur mikinn áhuga á þjónustu og tækni og reynir að sameina það hjá Mikluborg. Handknattleikur og golf eru ofarlega í huga enda mikið keppnisskap til staðar. Jason varð Íslandsmeistari í handbolta árið 2002 með Haukum. Jason býr í Garðabæ.

Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali
Jón Rafn hefur starfað við fasteignasölu í rúman áratug. Hann hefur víðtæka reynslu í sölu sumarhúsa jafnt sem sölu annara fasteigna. Jón Rafn er uppalinn í Fossvoginum, en bjó lengi vel í vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ en í dag er hann ásamt eiginkonu sinni búsettur í Mosfellsbæ. Jón á tvo syni með eiginkonu sinni sem fært hafa þeim alls fimm barnabörn.

Jórunn Skúladóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Jórunn, sem er alin upp við verslunarrekstur, hefur mikla reynslu í verslun og stjórnun. Hefur lokið 2. ára námskeiði í rekstrarstjórnun í HR, auk námi í HÍ til löggildingar fasteigna- fyrirtækja- og skipasala. Byrjaði í fasteignasölu í byrjun árs 2011. Starfaði áður sem innkaupastjóri. Hefur einnig verið í eigin rekstri og hefur áhuga á samningatækni. Hefur einnig áhuga á útivist og hreyfingu. Er gift og á 4.syni sem eru uppkomnir.

Kjartan Ísak Guðmundsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Reykjavíkur
Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Hann er í námi til löggildingar fasteigna- og skipasölu. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn. Hann er meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara og Félagi viðskipta og hagfræðinga.

Lára Pálsdóttir
Ritari
Lára Pálsdóttir er fædd og uppalin á Fossi á Síðu. Hún hefur starfað í móttöku Mikluborgar síðan 2013. Lára býr í Hafnarfirði, er gift og á þrjú börn

Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991.

Óskar H. Bjarnasen
lögmaður og löggiltur fasteignasali
Óskar er lögmaður og löggiltur fasteignasali frá árinu 2015. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og meistaragráðu (LL.M) í evrópurétti frá Hákólanum í Lundi árið 2013. Frá árinu 2014 hefur Óskar starfað við fasteignasölu og ráðgjöf tengdri fasteignarfjármögnun fyrirtækja. Þá starfaði Óskar í fjögur ár við alþjóðlega viðskiptaþróun hjá sænsku fyrirtæki þar sem hann bar einnig ábyrgð á hugverkaréttarlegri vernd fyrirtækisins. Óskar er alinn upp í bæði í Garðabæ og Kópavogi en býr í dag í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum.

Páll Þórólfsson
Löggiltur fasteignasali
Páll hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2000. Páll býr á Seltjarnarnesinu, er giftur og á þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu. Áhugamál eru handbolti og íþróttir almennt. Páll er fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik og hefur leikið með öllum landsliðum Ísland í þeirri ágætu íþróttagrein.

Ragnheiður Pétursdóttir
Hdl. og löggiltur fasteignasali
Ragnheiður útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og hóf hún störf hjá Arnason Faktor sama ár þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í hugverkarétti til loka árs 2016. Hún öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2011 og er löggiltur fasteignasali frá 2015. Ragnheiður er fædd og uppalin í Keflavík en býr nú í Kópavogi ásamt eignmanni og tveimur börnum.

Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

Þórhallur Biering
MBA, Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasal
Þórhallur hefur um 20 ára reynslu í fasteignaviðskiptum en hann hlaut löggildingu fasteignasala árið 2004. Sérsvið Þórhalls eru jafnt íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, verðmöt og lóðarsölur. Áhugamál snúast að almennu heilbrigði og hreyfingu, aðallega hjólreiðum.

Þóroddur S. Skaptason
Löggiltur fasteignasali
Þóroddur hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 2000. Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali vorið 2000. Starfaði áður við verslun og frá 1990 til 2000 sem deildarstjóri hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Þóroddur býr í Hafnarfirði og hefur verið virkur í félagsmálum í bænum.

Þórunn Pálsdóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, verkfræðingur, MBA
Þórunn er alin upp í verktakabransanum. Hún var um árabil fjármálastjóri hjá Ístaki og sá um fasteignamál fyrirtækisins þar sem hún kom að sölu fjölmargra fasteigna. Þá starfaði hún í Íslandsbanka, lengst í einkabankaþjónustu. Hún býr í Garðabæ og er liðtækur zumbadansari í frístundum.

Nýbyggingar

Finndu draumaíbúðina þína… Stakkholt – Mánatún – Þorrasalir

Smelltu hér

Eignaleit

Dýnamísk leit skýrt, fljótlegt og auðfundið. Er draumaeignin þín hér?

Smelltu hér