Frá framkvæmdastjóra

Hefðin að eignast eigið þak yfir höfuðið er rík á Íslandi.  
 
Til að vel takist til og gætt sé allra hagsmuna, bæði kaupanda og seljenda, er starf fasteignasalans afar mikilvægt, en yfirleitt er um að ræða stærstu viðskipti fólks á lífsleiðinni.
 
Kaup og sala fasteigna eiga að vera áhyggjulaus, án vandkvæða og oftar en ekki er um að ræða gleðistundir og áfangasigur.
     
Því er afar mikilvægt við kaup og sölu á fasteign að vandað sé vel til við val á fasteignasölu og mikilvægt er að fasteignasalan starfi af ábyrgð, réttsýni og samviskusemi. 
 
Hver svo sem forsenda fólks er fyrir vali á breytingum í búsetu eða við kaup og sölu fasteigna er starfsfólk Mikluborgar reiðubúið að hlusta á þig og ráðleggja eftir bestu þekkingu og sannfæringu.
 
Við á Mikluborg hvetjum því alla til að hafa samband við starfsfólk okkar til skrafs og ráðagerða. Til þess erum við reiðubúin.
 
Óskar R. Harðarson, framkvæmdastjóri Mikluborgar
 

Nýbyggingar

Finndu draumaíbúðina þína… Stakkholt – Mánatún – Þorrasalir

Smelltu hér

Eignaleit

Dýnamísk leit skýrt, fljótlegt og auðfundið. Er draumaeignin þín hér?

Smelltu hér