Sunnusmári 1-13, Kópavogi

Sunnusmári 1-13 er lyftuhús með 162 íbúðum. Íbúðirnar eru vel skipulagðar, á bilinu 51-158 fm. innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja öllum íbúðum.  Bílastæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Húsið er einangrað og klætt að utan og því viðhaldslétt.

Smárinn er nýtt borgarhverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, stutt er í alla helstu þjónustu og verslun.

Verktakinn er ÞG-verk sem hefur yfir 20 ára reynslu og hefur frá 1998 byggt þúsundir íbúða fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins. Meginmarkmið ÞG-verk er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini.

Hér á heimasíðunni má sjá allar eignir sem eru í sölumferð, myndir og skoða 3D sem veita nýja og betri upplifun við fyrstu skoðun eignarinnar.  

Sjá allar eignir í Sunnusmára
Sunnusmári

Hér má sjá skilalýsingu fyrir Sunnusmára

Sækja skilalýsingu
kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.

thorhallur
Þórhallur Biering
MBA, Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þórhallur hefur um 20 ára reynslu í fasteignaviðskiptum en hann hlaut löggildingu fasteignasala árið 2004. Sérsvið Þórhalls eru jafnt íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, verðmöt og lóðarsölur. Áhugamál snúast að almennu heilbrigði og hreyfingu, aðallega hjólreiðum.

Óskar Sæmann
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
frikki
Friðrik Þ. Stefánsson
Lögmaður og löggiltur fasteignasali

Friðrik hefur víðtæka reynslu af rekstri, stjórnun og fjármálum, bæði í einkageiranum i og úr dómskerfinu og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1988. Friðrik er uppalinn vesturbæingur. Hann er giftur og á einn uppkominn son. Áhugamál eru fjallaferðir, skot- og stangveiði og flest annað það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.